Fyrstu konurnar á þing í Kúveit

Ungir kjósendur
Ungir kjósendur Reuter

Konur fá í fyrsta sinn sæti á þingi í Kúveit samkvæmt opinberum niðurstöðum kosninganna. Sextán konur eru meðal þeirra 210 sem keppa um 50 þingsæti. 

Þegar búið var að telja atkvæði í þremur kjördæmum af fimm höfðu fjórar konur fengið þingsæti. Efnt var til þingkosninga eftir að furstinn í Kúveit hafði rofið þing vegna ágreinings milli þings og stjórnar. Stjórn landsins er ekki lýðræðislega kjörin, heldur er það furstinn og fjölskylda hans sem skipar stjórnina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert