Litháar kjósa nýjan forseta

Dalia Grybauskaite
Dalia Grybauskaite Reuter

Forsetakosningar eru í Litháen í dag. Fráfarandi forseti landsins, Valdas Adamkus sem er 82 ára, hefur setið í tvö kjörtímabil.

Samkvæmt skoðanakönnunum hlýtur Dalia Grybauskaite, fulltrúi í ESB, yfir 50 prósent atkvæða í forsetakosningunum. Helstu keppinautar hennar eru Kazimira Prunskiene, fyrrverandi forsætisráðherra, og Algirdas Butkecivius, formaður sósaíaldemókrata.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert