Þingforseti segi af sér

Michael Martin, forseti neðri deildar breska þingsins.
Michael Martin, forseti neðri deildar breska þingsins.

Enn syrti í álinn fyrir ríkisstjórn Gordons Brown, forsætisráðherra Breta, vegna uppljóstranna um misnotkun þingmanna á fríðindakerfi sínu, þegar Nick Clegg, formaður Frjálslyndra demókrata, fer fram á afsögn Michael Martin, forseta neðri deildar þingsins, vegna meints vanhæfis til að leiða siðbót í þinginu.

Sir Stuart Bell, þingmaður Verkamannaflokksins, kveðst hins vegar eiga von á því að Martin skýri frá því dag að hann hyggist fara hvergi.

Á sama tíma undirbýr Douglas Carswell, þingmaður Íhaldsflokksins, undirskriftarlista gegn honum.

Afsagnarkrafan kemur í kjölfar nýrra uppljóstranna dagblaðsins The Daily Telegraph sem heldur áfram að vinda ofan af útbreiddri misnotkun þingmanna á kerfi sem ætlað er að styrkja þá fjárhagslega.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert