8.829 sýktir af H1N1

Árleg samkoma WHO er nú haldin í 62. skipti.
Árleg samkoma WHO er nú haldin í 62. skipti. Reuters

Svínaflensan (H1N1) hefur sýkt 8,829 manns í 40 löndum um víða veröld og orsakað dauða 74 sagði aðstoðaryfirmaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) á árlegum fundi stofnunarinnar í dag. Fundurinn, sem haldinn er í Genf, verður helgaður svínaflensunni.

Í liðinni viku jókst tala sýktra töluvert eða um 1.000 manns á dag. Kiji Fukuda, sagði á fundinum að 95% tilfellanna væru í Norður-Ameríku en að Japan væri komið upp í 125 tilfelli, þar höfðu aðeins sjö greinst á sunnudag. Á Spáni hafa 103 tilfelli verið staðfest og er Bretland komið úr 19 tilfellum í 101.

Aukning tilfella í Japan þykir auka líkurnar á því að WHO muni færa viðbúnað sinn upp á hæsta stig þar sem staðbundið smit sé fyrir hendi utan Ameríku.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert