8.829 sýktir af H1N1

Árleg samkoma WHO er nú haldin í 62. skipti.
Árleg samkoma WHO er nú haldin í 62. skipti. Reuters

Svínaflens­an (H1N1) hef­ur sýkt 8,829 manns í 40 lönd­um um víða ver­öld og or­sakað dauða 74 sagði aðstoðar­yf­irmaður Alþjóðaheil­brigðis­stofn­un­ar­inn­ar (WHO) á ár­leg­um fundi stofn­un­ar­inn­ar í dag. Fund­ur­inn, sem hald­inn er í Genf, verður helgaður svínaflens­unni.

Í liðinni viku jókst tala sýktra tölu­vert eða um 1.000 manns á dag. Kiji Fukuda, sagði á fund­in­um að 95% til­fell­anna væru í Norður-Am­er­íku en að Jap­an væri komið upp í 125 til­felli, þar höfðu aðeins sjö greinst á sunnu­dag. Á Spáni hafa 103 til­felli verið staðfest og er Bret­land komið úr 19 til­fell­um í 101.

Aukn­ing til­fella í Jap­an þykir auka lík­urn­ar á því að WHO muni færa viðbúnað sinn upp á hæsta stig þar sem staðbundið smit sé fyr­ir hendi utan Am­er­íku.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert