Dó í eldingu á golfvelli

Maðurinn sem lést var 69 ára.
Maðurinn sem lést var 69 ára. Reuters

Maður lést og annar brenndist þegar eldingu laust niður á golfvelli í Skørping á Jótlandi í Danmörku í dag. Skelfingu lostinn félagi þeirra horfði upp á þegar eldingin grandaði manninum, að sögn lögreglu.

Mikið óveður var þegar eldingunni laust niður, að því er segir í frétt Berlingske tidende. Mennirnir þrír, sem allir eru á sjötugsaldri, voru að leika á golfvellinum þegar þeir sáu óveðrið nálgast. Þeir ákváðu því að hætta leiknum og voru að ganga í átt að golfskálanum þegar eldingunni laust niður í mennina tvo. Sá sem lést var 69 ára gamall en hinn maðurinn brenndist á öðrum handleggnum. Þriðji maðurinn slapp ómeiddur en það var hann sem hringdi í neyðarlínuna og tilkynnti um atvikið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert