Rumsfeld vitnaði í Biblíuna

Donald Rumsfeld, fyrrverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna.
Donald Rumsfeld, fyrrverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Reuters

Donald Rumsfeld, fyrrverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, vitnaði reglulega í Biblíuna á fundum um Íraksstríðið með George W. Bush, þáverandi Bandaríkjaforseta, á sínum tíma.

Rumsfeld var svo iðinn við tilvísanirnar að einn starfsmanna Hvíta hússins sem er íslamstrúar móðgaðist þegar hann varð vitni að samlíkingunum, að því er fram kemur í umfjöllun tímaritsins GQ.

Hafði Rumsfeld með sér myndir af bandarískum hermönnum á fundi með forsetanum og fylgdi með texti með beinum tilvitnunum í Biblíuna.

En vart þarf að taka fram að Bush er mjög trúaður maður.

Þar á meðal var mynd af Írökum að fella styttu af Saddam Hussein en undir stóð: „En augu Drottins hvíla á þeim er óttast hann, á þeim er vona á miskunn hans.“

„Látið upp hliðin, svo að réttlátur lýður megi inn ganga, sá er trúnaðinn varðveitir [framhaldið er: og hefir stöðugt hugarfar. Þú veitir ævarandi frið, því að þeir treysta á þig],“ segir með mynd af bandarískum skriðdrekum þegar þeim er ekið undir hlið í Írak.

Með mynd af Saddam Hussein er vitnað í Pétursbréf:

„Það er vilji Guðs að þið þaggið niður í vanþekkingu heimskra manna með því að breyta vel.“

Starfsmenn bandaríska varnarmálaráðuneytisins höfðu áhyggjur af tilvitnunum og ræddu sín á milli um að ef þær yrðu gerðar opinberar myndu afleiðingarnar verða jafn slæmar og þegar greint var frá pyntingum í hinu alræmda Abu Ghraib-fangelsi.

Vegna athugasemda lesanda voru þýðingar sóttar beint í Biblíuna.

Starfsmenn Hvíta hússins óttuðust að ef tilvitnanirnar kæmust upp myndi …
Starfsmenn Hvíta hússins óttuðust að ef tilvitnanirnar kæmust upp myndi það hafa jafn slæm áhrif á ímynd Bandaríkjanna og þegar greint var frá pyntingum í Abu Ghraib-fangelsinu. Reuters
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert