Clinton fær nýtt hlutverk

Bill Clinton á fundi í Sviss.
Bill Clinton á fundi í Sviss. Reuters

Bill Cl­int­on, fyrr­ver­andi for­seti Banda­ríkj­anna, verður út­nefnd­ur sér­stak­ur er­ind­reki Sam­einuðu þjóðanna á Haítí, að því er full­trúi SÞ skýrði frá í gær. Staðfesti hann þar með frétt um málið í dag­blaðinu The Miami Her­ald.

Frétt­in er höfð eft­ir emb­ætt­is­manni sem kom fram und­ir nafn­leynd en sam­kvæmt hon­um verður form­lega til­kynnt um út­nefn­ing­una í dag.

Embættið er stofnað sér­stak­lega fyr­ir Cl­int­on sem hef­ur reynt að draga at­hygl­ina að neyð fólks­ins á Haítí sem farið hef­ur illa út úr felli­bylj­um.

Landið stóð tæpt fyr­ir en það er hið fá­tæk­asta í sín­um heims­hluta.

Sagði Cl­int­on það sér heiður að vera út­nefnd­ur í stöðuna, að því er fram kem­ur í The Miami Her­ald.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert