Clinton fær nýtt hlutverk

Bill Clinton á fundi í Sviss.
Bill Clinton á fundi í Sviss. Reuters

Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, verður útnefndur sérstakur erindreki Sameinuðu þjóðanna á Haítí, að því er fulltrúi SÞ skýrði frá í gær. Staðfesti hann þar með frétt um málið í dagblaðinu The Miami Herald.

Fréttin er höfð eftir embættismanni sem kom fram undir nafnleynd en samkvæmt honum verður formlega tilkynnt um útnefninguna í dag.

Embættið er stofnað sérstaklega fyrir Clinton sem hefur reynt að draga athyglina að neyð fólksins á Haítí sem farið hefur illa út úr fellibyljum.

Landið stóð tæpt fyrir en það er hið fátækasta í sínum heimshluta.

Sagði Clinton það sér heiður að vera útnefndur í stöðuna, að því er fram kemur í The Miami Herald.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka