Franskir bændur mótmæla

Franskir bændur mótmæltu lækkun á mjólkurverði í morgun
Franskir bændur mótmæltu lækkun á mjólkurverði í morgun Reuters

Bænd­ur mót­mæltu víða á göt­um úti í borg­um og bæj­um í Frakklandi í morg­un. Ástæða mót­mæl­anna er lækk­andi verð á mjólk til bænda í ríkj­um Evr­ópu­sam­bands­ins. Michel Barnier, land­búnaðarráðherra Frakk­lands, seg­ir að greiðslur til bænda verði rædd­ar á fundi land­búnaðarráðherra ESB á mánu­dag og skipaði tvo sátta­semj­ara á veg­um rík­is­ins til þess að ræða kröf­ur franskra bænda.

Fransk­ir bænd­ur fá nú greidd­ar 210 evr­ur fyr­ir 1.000 lítra af mjólk sem er 30% minna held­ur en þeir fengu fyr­ir mjólk­ur­lítr­ann í apríl í fyrra. Verð á mjólk og mjólkuraf­urðum hef­ur lækkað mikið í ríkj­um ESB að und­an­förnu vegna lækk­un­ar á mat­væla­verði í ríkj­um ESB.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka