Höfuðstöðvar framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins verða lokaðar í dag en talsverðar skemmdir urðu á húsnæðinu í eldsvoða í gær. Starfsfólk í höfuðstöðvunum vinnur heima í dag eða verður komið fyrir í skrifstofuhúsnæði annars staðar í Brussel í dag að sögn talsmanns framkvæmdastjórnarinnar.
Eldurinn braust út í Berlaymont byggingunni um hádegisbilið í gær og var hún rýmd í kjölfarið. Enginn slasaðist í eldsvoðanum en mikill reykur bar um allt húsið.