Obama kynnir eldsneytislög

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, kynnti í dag ný lög um sparneytni og mengun frá bílum. Fulltrúar 10 bílaframleiðslufyrirtækja voru viðstaddir athöfnina.

Obama segir alla munu hafa hag af minni olíunotkun en stjórn hans vill minnka innflutning á olíu frá erlendum ríkjum.

Þá segir forstjóri Ford, Alan Mulally, að lögin muni aðstoða við að skerpa á stefnumótun bílafyrirtækjanna sem viti nú betur í hverji framtíðin liggi í þessum efnum.

Er talið að þegar upp er staðið muni lögin leiða til þess að ígildi 177 milljón bíla séu teknar af götunum, með því að minnka olíunotkunina um 1,8 milljarða tunna árlega.

Þá er ávinningurinn í minni mengun talin jafngilda því að 194 kolaraforkuverum sé lokað.

Bílaframleiðendur eiga að uppfylla nýju kröfurnar á árunum 2012 til 2016 en samkvæmt þeim eiga bandarískar bifreiðar að komast 35,5 mílur á hverju bensíngalloni en það jafngildir því að þær noti 6,6 lítra á hverja ekna 100 km.

Sérfræðingur hjá hinni hægrisinnuðu Cato-stofnun gagnrýnir lögin með þeim rökum að neytendur eigi sjálfir að ráða hver þróunin verður í bílasmíði með því að velja eða hafna sparneytnum bifreiðum.

Þetta eigi ekki að vera á verksviði stjórnmálamanna og bírókrata í Washington.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert