Pólverjar stefna enn á evruna

Jan Vincent-Rostowski, fjármálaráðherra Póllands.
Jan Vincent-Rostowski, fjármálaráðherra Póllands.

Sú stefna pólsku stjórn­ar­inn­ar að taka upp evr­una stend­ur óhögguð eft­ir banka­hrunið. Upp­tök­unni kynni hins veg­ar að seinka um ein­hvern tíma. Hann tel­ur ekki óhugs­andi að af upp­töku verði árið 2012.

Barna­legt sé að ætla að fjár­málakrepp­an hafi eng­in áhrif á þessa ráðagerð. Meðal þess sem þurfi að gera sé að breyta stjórn­ar­skránni.

Þetta kem­ur fram í viðtali Fin­ancial Times við Jan Vincent-Rostowski, fjár­málaráðherra Pól­lands, þar sem ráðherr­ann rek­ur hvernig pólska þjóðarbúið standi til­tölu­lega vel.

Skuld­setn­ing þess sé miklu mun minni en til dæm­is hjá Bret­um og Ung­verj­um og að ekki sé ætl­un­in und­ir hans stjórn að auka skuld­setn­ingu frek­ar.

Viðtalið, sem er á ensku, má nálg­ast hér.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert