Hafnar lokun Guantanamo

Ein mynda Davíðs Loga Sigurðssonar frá Guantanamo-fangabúðunum
Ein mynda Davíðs Loga Sigurðssonar frá Guantanamo-fangabúðunum mbl.is/Davíð Logi

Öld­unga­deild Banda­ríkjaþings hafnaði, með yf­ir­gnæf­andi meiri­hluta at­kvæða, áætl­un um flutn­ing fanga úr Guant­anamo flóa fanga­búðunum. Þing­deild­in neitaði enn frem­ur að samþykkja 80 millj­ón doll­ara fjár­beiðni til að loka búðunum.

90 öld­unga­deildaþing­menn höfnuðu áætl­un­inni um flutn­ing fang­anna 240 sem að enn eru í fanga­búðum banda­rískra stjórn­valda við Guant­anamo flóa á Kúbu, en sex voru henni fylgj­andi. Er þetta talið áfall fyr­ir Barack Obam­as Banda­ríkja­for­seta, sem hef­ur lýst því yfir að hann vilji að búið verði að loka fanga­búðunum í janú­ar á næsta ári. 

Robert Mu­ell­er, for­stjóri banda­rísku al­rík­is­lög­regl­unn­ar (FBI), sagði þing­heimi hins veg­ar að fang­arn­ir gætu tekið þátt í hryðju­verk­um í Banda­ríkj­un­um verði þeim sleppt laus­um. 

„Við höf­um áhyggj­ur af ein­stak­ling­um sem kunna að styðja hryðju­verkaaðgerðir í Banda­ríkj­un­um og þær áhyggj­ur tengj­ast fjár­mögn­un hryðju­verka,“ sagði Mu­ell­er við þing­nefnd.

BBC seg­ir banda­rísk­an al­rík­is­dóm­ara þá hafa sagt banda­rísk stjórn­völd geta haldið föng­um áfram um óákveðin tíma í Guant­anamo fanga­búðunum án þess að ákæra sé birt.

Þing­menn bæði Demó­krata­flokks­ins og Re­públi­kana­flokks­ins full­yrða að gera þurfi ít­ar­legri áætl­un áður en Guant­anamo fanga­búðunum verður lokað. 

Enn eru 240 fang­ar, sem grunaðir eru um hryðju­verk í búðunum og er Obama harður á því að fanga­búðunum skuli lokað fyr­ir árs­lok. Full­yrða starfs­menn banda­rísku stjórn­sýsl­unn­ar að svo verði. Þing­menn kveðast hins veg­ar þurfa að sann­fær­ast frek­ar um áætl­un for­set­ans sem ger­ir m.a. ráð fyr­ir  flutn­ingi fanga yfir til Banda­ríkj­anna. 

„Banda­ríska þjóðin vill ekki að þess­ir menn gangi um göt­ur banda­rískra borga,“ sagði John Thune, einn öld­unga­deild­arþing­manna re­públi­kana. „Banda­rísk­ur al­menn­ing­ur vill ekki held­ur að þess­um föng­um sé haldið í her­stöðum eða al­rík­is­fang­els­um hér heima.“

Mitch McConn­ell leiðtogi re­públi­kana sagði for­set­ann þurfa trú­verðuga áætl­un um lok­un fanga­búðanna.  „Þegar hún er kom­in, þá mun­um við hug­leiða að loka Guant­anamo, enn ekki sek­úndu fyrr,“ sagði McConn­ell.

Leiðtog­ar demó­krata í þing­inu segj­ast hins veg­ar munu end­ur­skoða synj­un fjár­beiðninn­ar þegar ít­ar­legri áætl­un liggi fyr­ir.

Öldungadeild Bandaríkjanna er ekki á því að loka Guantanamo fangabúðunum …
Öld­unga­deild Banda­ríkj­anna er ekki á því að loka Guant­anamo fanga­búðunum strax. Reu­ters
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert