Írsk börn sögð hafa verið beitt ofbeldi

Fram kemur í skýrslunni að komið hafi verið fram við …
Fram kemur í skýrslunni að komið hafi verið fram við börnin, sem eru orðin fullorðin í dag, sem réttindalausa þræla eða fanga. AP

Rannsókn hefur leitt í ljós að misnotkun og ofbeldi gagnvart börnum hafi verið landlægt vandamál í kaþólskum stofnunum fyrir drengi á Írlandi. Börnin voru beitt andlegu og líkamlegu ofbeldi auk þess sem þau voru vanrækt.

Fram kemur í skýrslunni að gríðarlegur heragi hafi verið í skólum. Börnin, og jafnvel starfsfólk, hafi þurft að þola ósanngjarna og harða meðferð. 

Rannsóknin, sem stóð yfir í níu ár, nær yfir 60 ára tímabil, að því er segir á vef breska ríkisútvarpsins.

Um 35.000 börnum var komið fyrir á betrunarstofnunum, iðnskóla og vinnuhæli fram á níunda áratuginn.

Rúmlega 2.000 einstaklingar greindu frá því að þeir hafi þurft að þola líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi á meðan dvöl þeirra stóð.

Yfirvöld settu á laggirnar sérstaka rannsóknarnefnd sem var ætlað að rannaska ofbeldi gagnvart  börnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert