Írsk börn sögð hafa verið beitt ofbeldi

Fram kemur í skýrslunni að komið hafi verið fram við …
Fram kemur í skýrslunni að komið hafi verið fram við börnin, sem eru orðin fullorðin í dag, sem réttindalausa þræla eða fanga. AP

Rann­sókn hef­ur leitt í ljós að mis­notk­un og of­beldi gagn­vart börn­um hafi verið land­lægt vanda­mál í kaþólsk­um stofn­un­um fyr­ir drengi á Írlandi. Börn­in voru beitt and­legu og lík­am­legu of­beldi auk þess sem þau voru van­rækt.

Fram kem­ur í skýrsl­unni að gríðarleg­ur heragi hafi verið í skól­um. Börn­in, og jafn­vel starfs­fólk, hafi þurft að þola ósann­gjarna og harða meðferð. 

Rann­sókn­in, sem stóð yfir í níu ár, nær yfir 60 ára tíma­bil, að því er seg­ir á vef breska rík­is­út­varps­ins.

Um 35.000 börn­um var komið fyr­ir á betr­un­ar­stofn­un­um, iðnskóla og vinnu­hæli fram á ní­unda ára­tug­inn.

Rúm­lega 2.000 ein­stak­ling­ar greindu frá því að þeir hafi þurft að þola lík­am­legt og kyn­ferðis­legt of­beldi á meðan dvöl þeirra stóð.

Yf­ir­völd settu á lagg­irn­ar sér­staka rann­sókn­ar­nefnd sem var ætlað að rannaska of­beldi gagn­vart  börn­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka