Baðst afsökunar á ofbeldi presta gegn börnum

Kevin Flannagan kom á blaðamannafund, þar sem skýrslan var kynnt, …
Kevin Flannagan kom á blaðamannafund, þar sem skýrslan var kynnt, í bol sem á stóð: Handleggsbrotni drengurinn. Er þar vísað til Mickey, bróður Kevins. Reuters

Sean Brady, kardínáli á Írlandi, baðst í gærkvöldi afsökunar á því ofbeldi sem kirkjunnar þjónar beittu írsk börn á síðustu öld. Í skýrslu, sem birt var í gær, kom fram að misnotkun og ofbeldi hafi verið landlægt vandamál í kaþólskum stofnunum fyrir börn, einkum drengi, á Írlandi. Börnin voru beitt andlegu og líkamlegu ofbeldi auk þess sem þau voru vanrækt.

„Ég er afar sorgmæddur og fullur af skömm yfir þeim hræðilegu þjáningum, sem börnin þurftu að líða í þessum stofnunum," sagði Brady.

Hann sagði jafnframt, að ef fram komi gögn, sem gætu leitt til saksóknar eigi að leggja þau fram.   „Að sjálfsögðu þarf fólk að standa reikningsskil gerða sinna. 

Skýrslan, sem gefin var út í gær, hefur verið í vinnslu í 9 ár. Þar kemur fram að allt að 150 þúsund börn hafi sætt ofbeldi í kaþólskum stofnunum á því 60 ára tímabili sem fjallað er um.

Lesa má úr skýrslunni að beitt hafi verið kerfisbundnu kynferðislegu ofbeldi á nánast öllum kaþólskum uppeldisstofnunum á þessu tímabili.     

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert