Feðgar frömdu sjálfsmorð

Feðgar fundust látnir í höfninni í Kaupmannahöfn í gær og í dag. Sonurinn var 62ja ára en faðirinn 82ja ára og telur lögreglan að um sjálfsmorð hafi verið að ræða. Báðir voru mennirnir með lóð í vösunum en þeir höfðu áður hótað sjálfsmorði fengi faðirinn ekki inni á hjúkrunarheimili.

Faðirinn mun ekki hafa fengið inni á hjúkrunarheimilinu og í gær fannst sonurinn drukknaður í höfninni og í dag fann kajakræðari svo föðurinn. „Þeir sögðu heimilishjálpinni að ef faðirinn fengi ekki pláss á hjúkrunarheimili myndu þeir báðir stökkva í hafið,“ segir Søren Wiborg, talsmaður lögreglunnar í Kaupmannahöfn í samtali við Berlingske Tidende.

Feðgarnir bjuggu saman í íbúðu en þann 14. maí tilkynnti heimilishjálpin um að þeir væru horfnir. Þeir sáust síðast á lífi þann 6. maí síðastliðinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert