Þingmaður Íhaldsflokksins hefur fallist á að hætta þingmennsku eftir að upplýst var að hann hefði látið breska þingið greiða 1645 punda reikninga, jafnvirði 330 þúsunda króna, fyrir andakofa, sem reistur var við hús hans.
Að sögn breska ríkisútvarpsins BBC hefur David Cameron, leiðtogi Íhaldsflokksins, farið þess á leit við Sir Peter Viggers að hann bjóði sig ekki fram í næstu kosningum. Alls lét Wiggins þingið greiða reikninga upp á 30 þúsund pund, jafnvirði nærri 6 milljóna króna, fyrir ýmis garðyrkjustörf og framkvæmdir á lóð sinni.
Breska blaðið Daily Telegraph hefur nú í 14 daga samfellt birt fréttir um þingmenn, sem hafa lagt fram og fengið greidda reikninga, sem þeir sögðu tengjast kostnaði við að halda tvö heimili, í kjördæmi sínu og í Lundúnum. Komið hefur í ljós að þingmenn hafa látið breska ríkið greiða allskonar útgjöld, sem erfitt er að réttlæta.