Vanmat á vanda veldur skjálfta

Örvæntingin í Bandaríkjunum, vegna niðursveiflunnar í efnahagslífinu, er mikil
Örvæntingin í Bandaríkjunum, vegna niðursveiflunnar í efnahagslífinu, er mikil SHANNON STAPLETON

Áhyggjur manna af því að staða efnahagsmála í Bandaríkjunum, Bretlandi og víðar, hafi hingað til verið vanmetin, hafa magnast í dag eftir að tölur seðlabanka Bandaríkjanna sýndu meiri samdrátt í landsframleiðslu en reiknað hafði verið með. Áhyggjur af stöðu Bretlands fara vaxandi.

Sérstaklega hafa menn áhyggjur af því að bönkum og fyrirtækjum muni ganga illa að borga niður skuldir sínar á næstu mánuðum þar sem niðursveiflan á hrávörumörkuðum hefur ekki gengið til baka eins og spáð var. Hlutabréfamarkaðir féllu um 2 til 3 prósent víðast hvar í dag, ekki síst af fyrrnefndum sökum, að mati greinenda.

Seðlabanki Bandaríkjanna sagði í spá sinni, að loknum fyrsta ársfjórðungi þessa árs, að landsframleiðsla gæti dregist saman um 1,3 prósent en nú bendir margt til þess að samdrátturinn verði 2 prósent, að mati sérfræðinga. Tölur sem seðlabankinn birti í dag sýna að samdrátturinn er meiri en talið var.

Alan Skrainka, sérfræðingur hjá Edward Jones, segir megin áhyggjur manna snúast um óvissu um skuldir og getu til að greiða þær til baka. „Á meðan fyrirtæki hafa ekki náð jafnvægi greiðast skuldirnar hægar til baka og verða íþyngjandi. Þetta skapar óvissu,“ sagði Skrainka í samtali við breska ríkisútvarpið BBC í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert