10 manns hafa verið handteknir í Kína, grunaðir um ofbeldi gagnvart andlega fötluðu fólki sem var þvingað til þrælkunarvinnu í múrsteinaverksmiðjum. Samkvæmt kínverskum fjölmiðlum unnu 32 andlega fatlaðir einstaklingar á aldrinum 24 til 45 ára launalaust í verksmiðjunni.
Ekki er langt síðan annað þrælahaldsmál vakti mikla hneykslan, þegar yfir 1.000 þrælar, þ.á.m. börn, fundust við afar harkalegar aðstæður í Shanxi héraði. Kínversk yfirvöld tilkynntu í kjölfarið að farið yrði í átak til að uppræta þrælahald í landinu.
Mennirnir 10 sem nú hafa verið handteknir eru grunaðir um að hafa lamið fórnarlömbin 32 og farið með þá eins og þræla. Fórnarlömbin voru seld eiganda verksmiðjunnar fyrir innan við 50 dollara hvert eftir að hafa verið hirt upp af götunum af leigubílstjóra sem lofaði þeim vinnu, fæði og gistingu.
Fólkið vann í yfir 10 ára á dag án launa og fengu lítið að borða annað en gufusoðið deig. 12 af hinum 32 eru nú snúin aftur til síns heima, en hinir hafa verið settir í ummönnun þar sem þeir eru ekki færir um að segja hvar þeir eiga heimili.