Forseti Póllands, Lech Kaczynski, ítrekaði í dag andstöðu sína við að Pólland gerist aðili að myntbandalagi Evrópu og varaði við því að upptaka evru geti haft áhrif til hins verra í efnahagsmálum þjóðarinnar.
„Upptaka evru er svo sannarlega ekki lækning við lasburða efnahag vegna efnahagskreppunnar í heiminum. Þvert á móti, á tímum heimskreppu og samdráttar í efnahagslífinu þá er slíkt skref afar áhættusamt fyrir Pólland," í ræðu á pólska þinginu í dag.
Kaczynski er eindreginn andstæðingur evrunnar og hefur harðlega gagnrýnt ríkisstjórn Donalds Tusk vegna áforma hennar um að skipta út slotinu, gjaldmiðli Póllands, fyrir evruna.
Tusk hefur hins vegar þrýst á að Pólland taki upp evruna árið 2012 og hefur fjármálaráðherra Póllands, Jan Rostowski, lýst því yfir að það geti haft úrslitaáhrif um að verja pólskt efnahagslíf.
Samkvæmt könnun sem gerð var í Póllandi í mars vilja 53% landsmanna taka upp evruna á meðan 38% eru því andsnúinn. 9% höfðu, samkvæmt könnuninni, enga skoðun á málinu. Pólland gekk í Evrópusambandið árið 2004.