Harðir bardagar í Sómalíu

Meðlimur í hópi Íslamskra öfgamanna í Sómalíu sést hér skjóta …
Meðlimur í hópi Íslamskra öfgamanna í Sómalíu sést hér skjóta á her landsins í bardögum. STR

Harðir bardagar geysa nú í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu. A.m.k. 30 hafa látið lífið að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Bardagarnir geysa á milli hers ríkisstjórnarinnar í landinu og síðan hópi öfgamanna sem eru Íslamtrúar, skv. BBC.

Bardagar í Sómalíu hafa verið stigmagnast undanfarnar tvær vikur. Talsmenn ríkisstjórnarinnar í Sómalíu segja ofbeldismenn í landinu hafa tekið höndum saman. Rúmlega 4.300 manna herlið berst á móti öfgamönnunum. „Þetta er stór hernaðaraðgerð á móti ofbeldissinnuðu fólki. Ríkisstjórnin mun þurrka þá út og ekki hætta aðgerðum fyrr en það tekst,“ sagði talsmaður hersins í Sómalíu, Farhan Mahdi, í viðtali við AFP-fréttastofuna í dag.

Sameinuðu þjóðirnar hafa um nokkurt skeið unnið að friðarumleitunum í Sómalíu en lítið hefur gengið. Undanfarin átján ár hafa átök verið nær daglegt brauð. Aðgerðir hersins í dag, og síðustu daga, virðast vera lokatilraun til þess að kveða niður „ofbeldismenn“ sagði frétt BBC um málið fyrr í kvöld.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka