Obama ræðst gegn kortaskuldum

Barack Obama krefst þess að kortafyrirtæki komi fram við viðskiptavini …
Barack Obama krefst þess að kortafyrirtæki komi fram við viðskiptavini sína af sanngirni. JONATHAN ERNST

Barack Obama, for­seti Banda­ríkj­anna, und­ir­ritaði í kvöld reglu­gerð til þess að lina aðgangs­hörku gagn­vart þeim sem skulda vegna greiðslu­korta­notk­un­ar. „Það er auðvelt að kom­ast inn [fá kort innsk. blm.] en það er nán­ast ómögu­legt að kom­ast út,“ sagði Obama við und­ir­rit­un reglu­gerðar­inn­ar.

Reglu­gerðinni er ætlað að koma í veg fyr­ir að vext­ir á skuld­um séu hækkaðir, nema að liðnum tveim­ur mánuðum eft­ir eindaga. Þá þurfa korta­fyr­ir­tæki að til­kynna um hækk­un vaxta með 45 daga fyr­ir­vara.

Al­menn­ing­ur í Banda­ríkj­un­um skuld­ar mikið í greiðslu­kortaskuld­ir og hafa marg­ir lent illa í því í efna­hagsþreng­ing­um að und­an­förnu. Ekki síst er það fá­tækt fólk sem ræður ekki við skuld­ir sem fylgja hefðbund­inni neyslu. Korta­fyr­ir­tæki hafa verið sökuð um að ganga of hart fram, ekki síst eft­ir að halla tók und­an fæti í rekstri þeirra.

Reglu­gerðinni er einnig ætlað að koma í veg fyr­ir að ungt fólk, und­ir 21 árs, geti notað kort­in af vild. Er þetta einkum gert þar sem reynsl­an sýn­ir að sá hóp­ur lend­ir í einna mest­um vanda vegna skulda.

„Greiðslu­korta­fyr­ir­tæki sinna mik­il­vægri þjón­ustu. Við vilj­um hins veg­ar tryggja að þau sýni lág­marks sann­girni í sín­um viðskipt­um,“ sagði Obama.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert