Sextíu uppreisnarmenn féllu þegar hermenn gerðu árás á ópíumframleiðslu í Helmand-héraði í Afganistan í nótt en talibanar ráða ríkjum í héraðinu. Alls var 92 tonnum af eiturlyfjum eytt í árásinni sem gerð var úr lofti. Jafnframt var miklu magni af sprengiefni eytt, samkvæmt upplýsingum frá Bandaríkjaher.
Er þetta mesta magn fíkniefna sem herinn hefur gert upptækt í aðgerðum, bandarískra og afganskra hermanna að undanförnu.