Ekki slys heldur sjálfsvíg

Fyrrverandi forseti Suður-Kóreu, Roh Moo-Hyun, framdi sjálfsvíg í gærkvöldi, á laugardagsmorgni að staðartíma, með því að steypa sér fram af klettum en í fyrstu var talið að um slys hafi verið að ræða. Roh skildi eftir sjálfsvígsbréf til fjölskyldu sinnar þar sem hann biður hana að syrgja sig ekki. 

„Vinsamlegast syrgið mig ekki. Er lífið og dauðinn ekki það sama," segir í bréfinu sem YTN sjónvarpsstöðin vísar í. „Vinsamlegast brennið lík mitt. Setjið upp lítinn legstein um mig í þorpinu.

Roh var forseti S-Kóreu tímabilið 2003-2008 en hann var yfirheyrður í síðasta mánuði í tengslum viðamikið fjársvipamál. Í sjálfsvígsbréfinu segir Roh að þetta hafi verið erfitt tímabil og að hann hafi ollið mörgum vandræðum.Hann hefur hins vegar aldrei viðurkennt að hafa gert eitthvað rangt en talið er að hann hafi þegið 6 milljónir Bandaríkjadala í mútur, samkvæmt frétt BBC. Hann baðst hins vegar afsökunar á því í síðasta mánuði að hafa valdið þjóðinni vonbrigðum.

Talsmaður forsetans fyrrverandi staðfestir við fjölmiðla að um sjálfsvíg hafi verið að ræða.

Roh Moo-hyun ásamt eiginkonu sinni Kwon Yang-suk
Roh Moo-hyun ásamt eiginkonu sinni Kwon Yang-suk Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka