Ekki slys heldur sjálfsvíg

00:00
00:00

Fyrr­ver­andi for­seti Suður-Kór­eu, Roh Moo-Hyun, framdi sjálfs­víg í gær­kvöldi, á laug­ar­dags­morgni að staðar­tíma, með því að steypa sér fram af klett­um en í fyrstu var talið að um slys hafi verið að ræða. Roh skildi eft­ir sjálfs­vígs­bréf til fjöl­skyldu sinn­ar þar sem hann biður hana að syrgja sig ekki. 

„Vin­sam­leg­ast syrgið mig ekki. Er lífið og dauðinn ekki það sama," seg­ir í bréf­inu sem YTN sjón­varps­stöðin vís­ar í. „Vin­sam­leg­ast brennið lík mitt. Setjið upp lít­inn leg­stein um mig í þorp­inu.

Roh var for­seti S-Kór­eu tíma­bilið 2003-2008 en hann var yf­ir­heyrður í síðasta mánuði í tengsl­um viðamikið fjár­svipa­mál. Í sjálfs­vígs­bréf­inu seg­ir Roh að þetta hafi verið erfitt tíma­bil og að hann hafi ollið mörg­um vand­ræðum.Hann hef­ur hins veg­ar aldrei viður­kennt að hafa gert eitt­hvað rangt en talið er að hann hafi þegið 6 millj­ón­ir Banda­ríkja­dala í mút­ur, sam­kvæmt frétt BBC. Hann baðst hins veg­ar af­sök­un­ar á því í síðasta mánuði að hafa valdið þjóðinni von­brigðum.

Talsmaður for­set­ans fyrr­ver­andi staðfest­ir við fjöl­miðla að um sjálfs­víg hafi verið að ræða.

Roh Moo-hyun ásamt eiginkonu sinni Kwon Yang-suk
Roh Moo-hyun ásamt eig­in­konu sinni Kwon Yang-suk Reu­ters
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert