Fangnir í smyglgöngum

Talið er að um 3.000 göng hafi verið grafin yfir …
Talið er að um 3.000 göng hafi verið grafin yfir til Egyptalands. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Reuters

Björgunarmenn vinna nú að því að grafa þrjá menn út úr smyglgöngum sem tengja Gazasvæðið við Egyptaland. Göngin hrundu Egyptalandsmegin í nótt en þau höfðu verið notuð til að flytja mat og eldsneyti inn til Rafah-borgar.

„Það eru þrír menni inni, líklega palestínskir smyglarar,“ sagði egypskur eftirlitsmaður. Í síðustu viku fann egypska lögreglan lík eins Palestínumann eftir að önnur göng hrundu. Yfir 50 menn létust á síðasta ári í gangaslysum. Ísraelar og Egyptar hafa reynt að binda enda á smygl yfir til Gazasvæðisins sem var sett í herkví af Ísraelum eftir að Hamassamtökin náðu völdum í júní 2007. Að sögn Ísraela eru göngin einnig notuð til að smygla vopnum til bardagamanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert