Tómar strendur vegna flensu

Ferðamannaiðnaðurinn í Mexíkó er í molum vegna svínaflensunnar. Hótel og ferðamannastaðir eru enn tómir þar sem fjöldi ferðamanna hefur afpantað ferðir. Ferðamálaráðherra landsins óttast að iðnaðurinn gæti farið að taka við sér aftur í desember. Talið er að tapið geti numið um 4 milljörðum Bandaríkjadala.

Yfirvöld hafa lofað fyrirtækjum sem hafa orðið fyrir tapi vegna svínaflensunnar skattaívilnunum og styrkjum en enn bólar ekki á aðstoðinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka