17 breskir ferðamenn handteknir á Krít

Brynjar Gauti

Gríska lögreglan handtók sautján bresk ungmenni á eyjunni Krít í morgunsárið fyrir að móðga kaþólsku kirkjuna. Ungmennin gengu fylktu liði um strandbæinn Malia íklædd nunnuklæðum og lostafullum nærklæðum, samkvæmt lögreglu.

Malia er vinsæll áfangastaður ungra ferðamanna og er hann þekktur fyrir drykkjulæti ferðamanna.

Verða ungmennin dregin fyrir dómara og eiga yfir höfði sér ákæru og sekt en ólíklegt þykir að þau verði látin dúsa í fangelsi fyrir athæfið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert