Þarf að koma á stöðugleika

Statfjord A borpallurinn í Norðursjó.
Statfjord A borpallurinn í Norðursjó. Øyvind Hagen/StatoilHydro

Roberto Poli, stjórnarformaður ítalska orkufyrirtækisins Eni, sagði í ræðu á fundi orkumálaráðherra G8 ríkjanna í dag að nauðsynlegt væri að koma stöðugleika á olíuverð. „Draumaverðið“ væri á milli 60 og 70 dollarar fyrir fatið. Verðið hefur sveiflast gríðarlega undanfarið ár, eða frá 147 dollurum niður í 28 dollara.

Að undanförnu hefur það haldist fyrir ofan 60 dollara. Forsvarsmenn olíufyrirtækja segja nauðsynlegt að verðið haldist fyrir ofan 60 dollara til örva fjárfestingar. „Miklar sveiflur eins og við sjáum nú hafa valdið mikilli hræðslu við fjárfestingar. Hvernig sem orkubúskapurinn verður í framtíðinni þá er ljóst að hann verður háður verði á olíu,“ sagði Poli.

Hann sagði enn fremur að það væri ekki til nein „töfralausn“ á því hvernig ætti að koma á stöðugleika. Hins vegar þyrfti að hafa hugfast að olíuiðnaðurinn væri undirstaða hagkerfisins og ef það ríkti óstöðugleiki þar, þá myndi það hafa áhrif á alla atvinnustarfsemi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert