Skattleggja hagnað úr landinu

Mótmæli í Ungverjalandi. Mikil ólga hefur fylgt versnandi efnahag í …
Mótmæli í Ungverjalandi. Mikil ólga hefur fylgt versnandi efnahag í landinu. Reuters

Stjórnvöld í Ungverjalandi hafa gripið til aðgerða gegn fyrirtækjum og félögum þar í landi sem flytja hagnað sinn til landa þar sem skattar eru lægri. „Vandamálið er að það eru ekki nógu margir sem borga skatta,“ segir Domokas Szollar, talsmaður ríkisstjórnar Ungverjalands.

Aðgerðir stjórnvalda miðast við að koma í veg fyrir flutning fjármagns úr landinu. Meðal annars með því að leggja 30 prósent skatt á hagnað fyrirtækja, sem eru í eigu Ungverja, en skráð í öðrum löndum.

Skattaaðgerðirnar eru hluti af efnahagsráðstöfunum stjórnvalda er varðar ríkisfjármál. Efnahagsástand í Ungverjalandi er slæmt en landið þurfti að leita til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í byrjun árs, um fjórum mánuðum á eftir Íslandi.

Sérstaklega hefur samdráttur hjá frumatvinnuvegum komið sér illa fyrir Ungverjaland, auk þess sem bankar hafa átt í erfiðleikum eins og annars staðar í heiminum. Ekki sér enn fyrir endanum á erfiðleikum landsins, en vonast er til þess að róttækar aðgerðir í ríkisfjármálum muni leiða til þess að efnahagurinn batni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert