Skipulögð barátta gegn Obama

Obama er í vanda vegna Guantanamo-búðanna. Óvíst er að fylgi …
Obama er í vanda vegna Guantanamo-búðanna. Óvíst er að fylgi náist meðal þingmanna um að loka búðunum, eins og Obama vill. YURI GRIPAS

Þingmenn Repúblikana byrjuðu strax eftir forsetakosningarnar í nóvember að undirbúa það hvernig þeir gætu komið í veg fyrir að frumvarp Baracks Obama, forseta Bandaríkjanna, um lokun Guantanamo-fangabúðanna á Kúbú næði fram að ganga. Þetta kemur fram í The New York Times í dag.

Í fréttaskýringunni er sagt að Repúblikanar hafi einblínt á að helsta veikleikann í tillögum Obama, sem var að vera ekki með útfærða áætlun um hvað ætti að gera við fanganna í búðunum. Er því haldið fram í skýringunni að Repúblikanar hafi nýtt sér fjölmiðla óspart, þar á meðal Fox News, til þess að halda því að fólki að fangarnir myndu koma út, og „byrja að drepa Bandaríkjamenn“.

Er meðal annars vitnað til þess að áróður Repúblikana hafi smá saman harnað, og meðal annars hefði Ed Gillespie, sem starfaði áður sem ráðgjafi George W. Bush fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, sagt að það væri sjálfsagður hlutur að halda mönnum „sem myndu drepa Bandaríkjamenn“ í Guantanamo-búðunum.

Þá voru gefnir út bolir, og video-innslög á vefnum, þar sem því var haldið fram að verði Guantanamo-búðunum lokað þá geti fangarnir orðið „nágrannar Bandaríkjamanna“.

Demókratar, sem margir hverjir höfnuðu frumvarpi Obama, eru sagðir hafa verið ósáttir við ekki hafi legið fyrir áætlun um hvert fangarnir í búðunum færu eftir lokun þeirra. Þeir hafi auk þess ekki þorað að taka afstöðu með frumvarpinu, vegna vaxandi hræðslu hjá almenningi, meðal annars vegna herferðar Repúblikanaflokksins.

Er því haldið fram í skýringunni að erfitt geti reynst fyrir Obama að ná því fram að loka búðunum, eins og hann lofaði í kosningabaráttunni. Ekki síst vegna þess að stór hluti þingmanna, úr báðum flokkum, er ekki tilbúinn að fara gegn háværum röddum meðal almennings um að lokun búðanna auki hættu á hryðjuverkum í Bandaríkjunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert