Fréttaskýring: Tannhjól í drápsvélinni

John Demjanjuk.
John Demjanjuk. AP

John Demj­anjuk sit­ur nú í fang­elsi í München og bíður þess að yfir hon­um hefj­ist rétt­ar­höld vegna glæpa, sem hann er sakaður um að hafa framið í út­rým­ing­ar­búðunum í Sobi­bor í Póllandi í heims­styrj­öld­inni síðari.

Demj­anjuk var fram­seld­ur frá Banda­ríkj­un­um fyr­ir tæp­lega hálf­um mánuði. Þetta er ekki í fyrsta sinn, sem sótt er að Demj­anjuk. Hann var fram­seld­ur frá Banda­ríkj­un­um til Ísra­els fyr­ir 23 árum. Hon­um var gefið að sök að hafa starfað í Treblinka-fanga­búðunum og hlotið viður­nefnið Ívan grimmi. Þar var hann dæmd­ur til dauða, en ný gögn komu fram í mál­inu til vitn­is um að hann væri ekki Ívan grimmi og hæstirétt­ur Ísra­els hnekkti dauðadóm­in­um. Demj­anjuk var lát­in laus og fór aft­ur til Banda­ríkj­anna. Hann var hins veg­ar ekki slopp­inn. Und­an­farna mánuði hafa þýsk yf­ir­völd reynt að fá hann fram­seld­an og nú hafa þau fengið sitt fram. Enn er ekki víst að Demj­anjuk telj­ist nógu heilsu­hraust­ur til að rétt­ar­höld geti farið fram, en fari svo er ekki ólík­legt að það verði síðustu stríðsglæparétt­ar­höld­in í Þýskalandi vegna heims­styrj­ald­ar­inn­ar síðari.

Demj­anjuk fædd­ist í Úkraínu árið 1920 og var skírður Ívan. Þegar hann var tví­tug­ur var hann kvadd­ur í rauða her­inn. Vorið 1942 var hann tek­inn til fanga og um sum­arið gaf hann kost á sér til starfa á veg­um SS-sveita nas­ista. Hann hlaut þjálf­un í Trawnik-fanga­búðunum eins og um fimm þúsund menn, sem hjálpuðu nas­ist­um við þjóðarmorðið á gyðing­um og kallaðir voru trawnik­ar. Eft­ir þjálf­un­ina varð hann vakt­maður á veg­um SS-sveit­anna. Hann starfaði í tveim­ur al­ræmd­ustu gereyðing­ar­búðum nas­ista, Maj­da­nek og Sobi­bor í Póllandi. Þegar stríðinu lauk starfaði hann í fanga­búðunum í Flossen­bürg í Þýskalandi.

Demj­anjuk var skráður í hóp þeirra fjöl­mörgu, sem voru á ver­gangi í stríðslok, og starfaði fyr­ir Banda­ríkja­menn í ýms­um flótta­manna­búðum í Suður-Þýsklandi til 1951. Árið 1952 sigl­ir hann til Banda­ríkj­anna ásamt konu og barni og kveðst hafa verið stríðsfangi í stríðinu. Sex árum síðar verður hann banda­rísk­ur rík­is­borg­ari og tek­ur sér nafnið John.

Árið 1977 hef­ur banda­ríska dóms­málaráðuneytið hins veg­ar mála­ferli gegn Demj­anjuk fyr­ir að hafa veitt rang­ar upp­lýs­ing­ar þegar hann varð rík­is­borg­ari og 1981 miss­ir hann rík­is­borg­ara­rétt­inn.

„Reynd­ur og skil­virk­ur vakt­maður“

Demj­anjuk neit­ar þessu og kveðst hvorki hafa verið í Sobi­bor né sent gyðinga í gas­klefa.

Thom­as Blatt var fangi í Sobi­bor þegar Demj­anjuk er gefið að sök að hafa verið þar vörður. Hann er nú 82 ára að aldri. Blatt kveðst ekki muna eft­ir Demj­anjuk í Sobi­bor, en bæt­ir við að hann muni held­ur ekki eft­ir and­lit­um for­eldra sinna, sem voru myrt í búðunum ásamt yngri bróður hans. Blatt var í hópi nokk­urra fanga, sem sluppu úr Sobi­bor í upp­reisn, sem átti sér stað þar í októ­ber 1943.

Dag­blaðið The New York Times hafði eft­ir Blatt að rétt­ar­höld­in sjálf væru mik­il­væg­ari en að refsa Demj­anjuk. „Mér er sama þótt hon­um verði sleppt, vitn­is­b­urður hans skipt­ir mig máli,“ sagði Blatt, sem býr í Kali­forn­íu og hef­ur skrifað tvær bæk­ur um reynslu sína. „Marg­ir segja nú að hel­för­in hafi aldrei átt sér stað.“

Þýsk stjórn­völd segja að það væri gott ef réttað yrði í máli Demanjuks. „Fórn­ar­lömb helfar­ar­inn­ar eiga það inni hjá okk­ur,“ sagði Frank-Walter Stein­meier, varak­ansl­ari Þýska­lands.

Í stríðsglæparétt­ar­höld­un­um í Nürn­berg þurftu þeir, sem lögðu á ráðin um hel­för­ina, að svara til saka. John Demj­anjuk er gefið að sök að hafa verið lítið tann­hjól í drápsvél nas­ista. Hel­för­in hefði hins veg­ar aldrei átt sér stað hefði eng­inn tekið að sér störf á borð við þau, sem Demj­anjuk er sakaður um að hafa gegnt.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert