Tveir látnir í New York

mbl.is/Einar Falur Ingólfsson

Kona á sex­tugs­aldri lést um helg­ina af völd­um svínaflensu (H1N1) í New York og er það önn­ur mann­eskj­an sem læt­ur lífið af völd­um flens­unn­ar í borg­inni og sú ell­efta í Banda­ríkj­un­um. Á sunnu­dag voru 280 staðfest til­felli svínaflensu í borg­inni og 94 höfðu verið lagðir inn á spít­ala fram til dags­ins í dag.

Að sögn Jessica Sca­perootti, tals­manns heil­brigis­stofn­un­ar New York borg­ar ætti fólk sem er með aðra heilsu­kvilla eins og syk­ur­sýki eða ónæm­is­sjúk­dóma og finna fyr­ir flensu­ein­kenn­um að leita lækn­is. Aðeins þeir sem hafi al­var­leg ein­kenni flens­unn­ar eins og andnauð ættu að leita til neyðar­mót­töku.

Að sögn Sca­perotti veikj­ast yfir 1.000 manns af árstíðabund­inni flensu á hverju ári í New York. Hún sagði að eft­ir því sem veir­an næði að dreifa sér myndi al­var­lega veik­um fjölga. Fyrsta til­fellið kom upp í borg­inn fyr­ir mánuði síðan.

Alþjóðaheil­brigðismála­stofn­un­in seg­ir að fram til síðasta föstu­dags hafi yfir 12.000 til­felli svínaflens­unn­ar greinst um víða ver­öld, þar af rúm­lega helm­ing­ur í Banda­ríkj­un­um. Í það minnsta 86 haffa lát­ist, þar af 75 í mexí­kó.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert