Norður-Kóreumenn sprengja kjarnorkusprengu

Miðborg Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu.
Miðborg Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu.

Norður-Kór­eu­menn sprengdu í nótt kjarn­orku­sprengju, sem var öfl­ugri en sprengj­an sem þeir sprengdu í októ­ber 2006. Þá virðast þeir einnig hafa gert til­raun með skammdræga eld­flaug, að sögn suður-kór­esku frétta­stof­unn­ar Yon­hab.

Norður-kór­esk­ir rík­is­fjöl­miðlar skýrðu frá því að vel heppnuð kjarn­orku­tilraun hefði verið gerð í nótt. Til­rauna­spreng­ing­in var neðanj­arðar 10-15 km frá þeim stað þar sem fyrsta til­raun­in var gerð. Spreng­ing­in kom fram á jarðskjálfta­mæl­um í Suður-Kór­eu og mæld­ist 4,5 stig á Richter en spreng­ing­in árið 2006 mæld­ist 3,6 stig.  

Stjórn­völd víða um heim hafa lýst áhyggj­um af kjarn­orku­tilraun­inni í nótt. Banda­rísk stjórn­völd segj­ast munu ræða við banda­menn sína og afla frek­ari upp­lýs­inga. Það sama sögðu Rúss­ar, sem lýstu áhyggj­um af mál­inu. Bret­ar sögðu að um væri að ræða skýrt brot gegn álykt­un­um ör­ygg­is­ráðs Sam­einuðu þjóðanna og Jap­an­ar tóku í sama streng og sögðu að gripið yrði til aðgerða. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert