Skattgreiðendur borguðu fyrir skattframtöl ráðherra

Alistair Darling, fjármálaráðherra, er meðal þeirra ráðherra, sem hafa látið …
Alistair Darling, fjármálaráðherra, er meðal þeirra ráðherra, sem hafa látið breska ríkið greiða fyrir aðstoð við skattframtöl sín. Reuters

Níu breskir ráðherrar hafa látið breska skattgreiðendur borga endurskoðendum fyrir að ganga frá skattframtölum sínum. Þetta kemur fram í blaðinu Daily Telegraph í dag.

Blaðið, sem hefur undanfarnar þrjár vikur birt upplýsingar um það hvernig þingmenn hafa nýtt sér fríðindagreiðslukerfi breska þingsins, segir í dag að um sé að ræða Alistair Darling, fjármálaráðherra, David Miliband, utanríkisráðherra, Hilary Benn, umhverfisráðherra, Geoff Hoon, samgönguráðherra, Jacqui Smith, innanríkisráðherra,  Hazel Blears, ráðherra sveitarstjórna, James Purnell, vinnumálaráðherra og Douglas Alexander, ráðherra alþjóðlegra þróunarmála.

Samtals létu ráðherrarnir þingið greiða yfir 11 þúsund pund, jafnvirði  2,2 milljóna króna, vegna endurskoðunarþjónustu. Blaðið hefur eftir heimildarmönnum, að þetta sé heimilt samkvæmt þeim reglum sem gilda um kostnaðargreiðslur þingmanna. 

Blaðið segir einnig að átta ráðherrar hafi látið greiða reikninga vegna kaupa á stafrænum myndavélum og upptökutækjum og þrír ráðherrar hafi látið greiða fyrir ráðgjöf um samskipti við fjölmiðla.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert