„Lýðræðislegt gyðinga- og síonistaríki"

00:00
00:00

Avigdor Lie­berm­an, ut­an­rík­is­ráðherra Ísra­els, seg­ir flokk sinn Yisra­el Beitenu vera að und­ir­búa laga­frum­varp þar sem kveðið verður á um að ísra­elsk­ir rík­is­borg­ar­ar verði að sverja Ísra­el „sem lýðræðis­legu gyðinga- og síon­ista­ríki” trúnaðareið. Þetta kem­ur fram á vef Voice of America.

Er Lie­berm­an sagður ætla að leggja drög að frum­varp­inu fyr­ir rík­is­stjórn­ar­fund á sunnu­dag en í þeim mun m.a. verða kveðið á um að hægt verði að svipta Ísra­ela rík­is­borg­ara­rétti neiti þeir að gegna herþjón­ustu eða sinna sam­fé­lagsþjón­ustu. Hug­mynd­in mun vera sú að til að geta sinnt slíkri þjón­ustu þurfi fólk að hafa svarið slík­an eið. 

Slík­ur trúnaðareiður var eitt af kosn­inga­mál­um Yisra­el Beitenu en til­gang­ur­inn er sagður sá að knýja fram af­stöðu ísra­elskra ar­aba. Mik­ill­ar tor­tryggni gæt­ir gagn­vart ísra­elsk­um aröb­um í Ísra­el en marg­ir þeirra kalla stofn­un Ísra­els­rík­is „Naqba" sem merk­ir hörm­ung­ar.

Avigdor Lieberman, utanríkisráðherra Ísraels.
Avigdor Lie­berm­an, ut­an­rík­is­ráðherra Ísra­els. Reu­ters
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert