Áfall fyrir íbúa Kristjaníu

Borgarhliðið inn í Kristjaníu.
Borgarhliðið inn í Kristjaníu. mbl.is/Ómar

Eystri landsréttur í Danmörku komst að þeirri niðurstöðu í morgun, að íbúar Kristjaníu í Kaupmannahöfn hefðu ekki óuppsegjanlegan rétt til að nýta svæðið þar sem fríríkið stendur.  Gert er ráð fyrir að niðurstöðunni verði vísað til hæstaréttar Dana.

Fjöldi íbúa í Kristjaníu var í réttarsalnum þegar dómurinn var kveðinn upp og mátti heyra vonbrigðahróp að sögn danskra fjölmiðla. Lögreglan býr sig nú undir óeirðir í Kristjánshöfn.

Íbúar Kristjaníu kröfðust þess fyrir dómi, að viðurkenndur yrði réttur þeirra til að nota umdeilt svæði. Er m.a. vísað til þess, að þáverandi umhverfisráðherra Dana, Erik Holst, hafi lýst því yfir árið 1982 að Kristjanía gæti nýtt svæðið ótímabundið.  Danska ríkið sagði þeim samningi hins vegar upp árið 2004. 

Landsréttur hafnaði kröfu Kristjaníubúa í morgun og  komst jafnframt að þeirri niðurstöðu, að danska ríkið hefði mátt segja nýtingarréttinum upp.  

Þessi deila hefur m.a. tafið samningaviðræður um framtíð fríríkisins. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert