Norður-Kóreumenn skutu í morgun tveimur tilraunaskotum með skammdrægar eldflaugar en í fyrrinótt gerðu þeir tilraun með kjarnorkusprengju og hefur það verið harðlega fordæmd á alþjóðavettvangi. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.
Samkvæmt heimildum suður-kóresku fréttastofunnar Yonhap var um að ræða eitt skot úr lofti og eitt frá jörðu í morgun en talið er að auk kjarnorkusprengingarinnar í fyrri nótt hafi einu flugskeyti verið skotið frá Norður Kóreu þá nótt.