N-Kóreumenn hóta S-Kóreu

Norður-Kóreumenn við ánna Yalu við borgina Sinuiju í Norður-Kóreu.
Norður-Kóreumenn við ánna Yalu við borgina Sinuiju í Norður-Kóreu. Reuters

Yf­ir­völd í Norður Kór­eu hafa hótað hernaðaraðgerðum gegn Suður-Kór­eu eft­ir að yf­ir­völd þar í landi til­kynntu að þau muni taka þátt í hernaðarsam­vinnu sem miðar að því að tryggja kjarn­orku­vopna­leysi á nær­liggj­andi hafsvæðum. Þetta kem­ur fram á frétta­vef BBC. 

Yf­ir­völd í Suður-Kór­eu til­kynntu í gær að þau myndu ekki draga það leng­ur að ger­ast aðilar að verk­efn­inu Proli­ferati­on Secu­rity Initiati­ve (PSI), sem Banda­ríkja­her stýr­ir en það felst m.a. í leit um borð í skip­um sem þykja grun­sam­leg. 

Fram kem­ur í yf­ir­lýs­ingu yf­ir­valda í Norður-Kór­eu að þau telji sig ekki leng­ur bund­in af vopna­hléi sem verið hef­ur í gildi á milli ríkj­anna frá lok­um Kór­eu­stríðsins árið1953.

Yf­ir­völd þar hafa margvarað Suður-Kór­eu­menn við því að þau myndu líta á þátt­töku þeirra í verk­efn­inu sem stríðsyf­ir­lýs­ingu. Talsmaður stjórn­ar­hers Norður-Kór­eu seg­ir ekki leng­ur hægt að álíta skipaleiðir á svæðinu ör­ugg­ar.

„Litið verður á hverja fjand­sam­lega aðgerð gegn friðsam­leg­um skip­um okk­ar, þeirra á meðal leit og upp­töku farms, sem ófyr­ir­gef­an­lega árás á sjálf­stæði okk­ar og við mun­um strax bregðast við því með öfl­ugri hernaðar­árás,” seg­ir talsmaður­inn.  

Gervi­hnatta­mynd­ir sýna reyk stíga upp af Yong­byon kjarn­orku­ver­inu í Norður-Kór­eu og virðist það benda til þess að Norður-Kór­eu­menn hafi gert al­vöru úr hót­un­um sín­um um að hefja kjarn­orku­tilraun­ir þar að nýju.

Tveir dag­ar eru frá því þeir sprengdu kjarn­orku­sprengju í til­rauna­skyni og í gær sendu þeir tvö skammdræg flug­skeyti einnig í til­rauna­skyni

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert