Aukin andstaða við ESB í Bretlandi

Höfuðstöðvar Evrópusambandsins í Brussel.
Höfuðstöðvar Evrópusambandsins í Brussel. AP

Andstaðan við aðild Bret­lands að Evr­ópu­sam­band­inu hef­ur auk­ist á síðustu 25 árum, ef marka má nýja skoðana­könn­un fyr­ir viku­blaðið Econom­ist.

Könn­un­in bend­ir til þess að hlut­fall þeirra, sem telja ESB-aðild Bret­lands „af hinu góða“, hafi lækkað úr 43% í 31% frá ár­inu 1995. Hlut­fall þeirra, sem telja aðild­ina „slæma“, hef­ur hækkað úr 30% í 37% á sama tíma.

Andstaðan við auk­inn samruna ESB-ríkja er einnig meiri núna þegar aðild­ar­lönd­un­um hef­ur fjölgað í 27. Einn af hverj­um fimm styður auk­in samruna núna en einn af hverj­um þrem­ur fyr­ir 25 árum.

Hlut­fall þeirra sem vilja að Bret­land segi sig úr Evr­ópu­sam­band­inu hef­ur hækkað úr 12% í 21% frá ár­inu 1995, ef marka má könn­un­ina.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert