Suður-Kórea og Bandaríkin hafa skipað hersveitum sínum í viðbragðsstöðu á Kóreuskaga þar sem Norður-Kórea hefur lýst því yfir að hálfrar aldar vopnahléi sé lokið af þeirra hálfu og varað við mögulegri árás.
Varnarmálaráðuneytið í Seoul hefur sagt að land- og loftherir landsins fylgist naugið með landamærunum að Norður-Kóreu eftir að því var lýsti yfir í Pyongyang að vopnahléið sem ritað var undir árið 1953, en þá lauk Kóreustríðinu, væri ekki lengur í gildi.
Spenna hefur aukist gríðarlega síðan á mánudag þegar Noruður-Kóreumenn sprengdu kjarnorkusprengju í tilraunaskyni. Talið er að sprengjan sé um fjórum sinnum öflugri en sú sem þeir sprengdu árið 2006.
Bandaríkjamenn lögðu í gær áherslu á ákvörðun sína um að verja Japan og Suður-Kóreu gegn því sem þeir kölluðu „norður-kóreskt vopnabrölt“.
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur samþykkt ályktun um harðara viðskiptabann gegn Pyongyang.
Hillary Clinton utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefur lýst yfir að Bandaríkin muni ætíð verja Suður-Kóreu og Japan. 28.500 bandarískri hermenn eru í Suður-Kóreu.
Þetta er í 5. sinn á fimmtán árum sem Norður-Kórea hótar að enda vopnahléð, að því er segir í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu.