Ísraelar svara Clinton

Ísraelskir hermenn rífa ólöglegar byggingar í byggð sem kölluð er …
Ísraelskir hermenn rífa ólöglegar byggingar í byggð sem kölluð er Kokhav Hashahar Reuters

Mark Re­gev, talsmaður Ísra­els­stjórn­ar, seg­ir að yf­ir­völd í Ísra­el muni áfram leyfa ákveðna upp­bygg­ingu inn­an land­nem­a­byggða gyðinga á Vest­ur­bakk­an­um þrátt fyr­ir kröf­ur banda­rískra stjórn­valda um að allri upp­bygg­ingu þar verði hætt. Þetta kem­ur fram á frétta­vef BBC. 

Þá seg­ir hann að enn eigi eft­ir að semja um framtíð land­nem­a­byggðanna í friðarsamn­ing­um Ísra­ela og Palestínu­menna. „Í millitíðinni verðum við að leyfa eðli­lega þróun inn­an þess­ara sam­fé­laga,” seg­ir hann. 

Um­mæl­in virðast vera svar við yf­ir­lýs­ingu Hillary Cl­int­on, ut­an­rík­is­ráðherra Banda­ríkj­anna, þess efn­is að ekki verði veitt­ar nein­ar und­an­tekn­ing­ar frá þeirri kröfu Baracks Obama Banda­ríkja­for­seta að Ísra­el­ar hætti allri upp­bygg­ingu land­nem­a­byggða sinna á palestínsku landi.

Mahmoud Abbas, leiðtogi Palestínu­manna, mun hitta Obama í Hvíta hús­inu í dag. Obama hitti fyr­ir skömmu Benjam­in Net­anya­hu, for­sæt­is­ráðherra Ísra­els, og seg­ir Cl­int­on hann þá hafa sett fram mjög skýr­ar kröf­um um að Ísra­el­ar hættu upp­bygg­ingu land­nem­a­byggða. 

Ísra­el­ar rifu ný­lega niður bygg­ing­ar sem komið hafði verið upp í tveim­ur ósamþykkt­um land­nem­a­byggðum á Vest­ur­bakk­an­um. Yf­ir­völd þar samþykktu hins vega einnig bygg­ingu nýrr­ar land­nem­a­byggðar í ná­grenni Jerúsalem. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert