Bush ver harkalegar yfirheyrslur

George W. Bush kveðst hafa gert það sem gera þurfti …
George W. Bush kveðst hafa gert það sem gera þurfti til að ná í upplýsingar. JASON REED

Geor­ge W. Bush, fyrr­ver­andi for­seti Banda­ríkj­anna, varði í morg­un harka­lega yf­ir­heyrslu­tækni,  sem viðgekkst í for­setatíð hans. Hann sagði slík­ar yf­ir­heyrsl­ur, sem notaðar voru í „stríðinu gegn hryðju­verk­um“ hafa verið bæði lög­leg­ar og nauðsyn­leg­ar til að koma í veg fyr­ir yf­ir­vof­andi árás­ir. 

Bush lýs­ir þessu yfir nú aðeins viku eft­ir að Dick Cheney, fyrr­ver­andi vara­for­seti Banda­ríkj­anna, lýsti Barack Obama, nú­ver­andi Banda­ríkja­for­seta, sem umb­urðarlynd­um gagn­vart hryðju­verk­um þar sem Obama hef­ur ákveðið að yf­ir­heyrsluaðferðirn­ar verði ekki eins harka­leg­ar nú og þær voru í tíð Bush.

Bush sagði í ræðu sem hann flutti í Michigan í morg­un fyr­ir fram­an 1.500 manns að lög­fræðing­ur hans hefði gefið grænt ljós á yf­ir­heyrslu­tækn­ina, sem var viðhöfð þegar grunaðir menn voru yf­ir­heyrðir eft­ir hryðju­verka­árás­irn­ar á Banda­rík­in 11. sept­em­ber 2001.

„Ég tók ákvörðun, inn­an lag­aramm­ans, til að ná í upp­lýs­ing­ar og ég get sagt að ég hafi gert það sem til þurfti til að sinna skyldu minni gagn­vart banda­rísku þjóðinni,“ sagði Bush í ræðunni og bætti við að þær upp­lýs­ing­ar sem feng­ust með þess­um hætti hefðu bjargað manns­líf­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert