Dalai Lama hefur svarað gagnrýni kínverskra stjórnvalda frá því fyrr í dag, þegar þau gagnrýndu dönsk stjórnvöld fyrir að hitta hann að máli. Hinn 73 ára gamli leiðtogi Tíbeta sagði að fundur sinn með Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, hefði ekki verið pólitískur, heldur andlegur og til fræðslu. Rasmussen hefur sjálfur flokkað fundinn sem ópólitískan einkafund.
Forsætisráðherrann Rasmussen og utanríkisráðherrann Möller héldu því til streitu, þrátt fyrir fjölmargar ábendingar Kína, að hitta Dalai Lama sem kom til Danmerkur til þess að tala máli aðskilnaðarsinna," sagði í tilkynningu frá utanríkisráðuneyti Kína fyrr í dag.
Per stig Möller hefur hins vegar sagst harma viðbrögð Kínverja. Viðræðurnar við Dalai Lama myndu ekki breyta þeirri stefnu Danmerkur að styrkja tengsl sín við Kína.
Ferðin til Danmerkur er hluti af Evrópuferð Dalai Lama, en hann kemur til að mynda til Íslands bráðlega. Má því búast við því að samskipti kínverskra stjórnvalda við íslensk verði á hliðstæðum nótum þegar Tíbetinn heimsfrægi kemur hingað til lands.