Þingmenn verði sóttir til saka

David Cameron
David Cameron PHIL NOBLE

Sækja þarf breska þingmenn sem hafa notað skattfé til að borga „gervilán“ til saka, að sögn David Cameron, leiðtoga breska íhaldsflokksins. Blaðið Daily Telegraph birtir viðtal við hann nú um helgina.

Elliot Morley, sem var ráðherra í stjórn Gordons Brown, hefur nú sagt af sér fyrir að gera tilkall til 16.000 sterlingspunda til að borga upp lán, sem hann hafði í raun þegar borgað upp í topp. Morley hefur sagst gera þetta með eftirsjá og heldur hann því til streitu að hann hafi ekki gert neitt rangt.

Í viðtalinu við Cameron segir hann hins vegar að lögreglumenn  Scotland Yard ættu að taka þessi mál til skoðunar fordómalaust. Hann segist skammast sín fyrir hegðun þingmanna.

Að minnsta kosti þrír aðrir þingmen, Davið Chaytor, Ben Chapman og íhaldsmaðurinn Bill Wiggin, hafa gert svipaðar kröfur til peningagreiðslna. Lögfræðingar telja að slíkar kröfur geti verið brot á lögum um fjársvik og þjófnað. Þær gætu því verið glæpir sem gætu leitt til fangelsisdóma fyrir þingmönnunum.

„Ef fólk hefur brotið lögin með því að tilgreina gervikostnað, eins og greiðslur af lánum sem eru ekki til, ættu þeir þá að verða fyrir viðurlögum laganna? Já, auðvitað ættu þeir að verða það,“ segir Cameron. „Ég hef sagt að það er ekki mitt að kalla lögregluna til, en lögreglan þekkir lögin og ef hún telur þau hafa verið brotin ætti hún að skoða þau mál hræðslulaust og án mismununar.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert