Verðhjöðnun í Simbabve

Prentaður var 500 milljóna dala seðill í Simbabve í desember.
Prentaður var 500 milljóna dala seðill í Simbabve í desember. Reuters

Sú óvenjulega staða er uppi í Simbabve að þar er nú verðhjöðnun. Þar hefur verið óðaverðbólga síðustu misserin og hún mældist 231.000.000% í júlí á síðasta ári.

Vísitala neysluverðs lækkaði þannig um 1,1% í apríl og 3% í mars, að sögn hagstofu landsins. Verð á matvælum og drykkjum lækkaði um 2,91% í apríl og um 5,63% í mars.

Ákveðið var að í byrjun ársins að leggja niður Simbabvedal sem gjaldmiðil og nú eru öll verð í Bandaríkjadölum eða suður-afríska randinu. 

Mynduð var þjóðstjórn í febrúar til að fást við efnahagsvanda landsins, sem er gríðarlegur. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert