Brown vill Darling úr stjórninni

Gordon Brown er sagður vilja að Alistair Darling víki sem …
Gordon Brown er sagður vilja að Alistair Darling víki sem fjármálaráðherra. Reuters

Breska blaðið Sunday Times segir í dag, að Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, vilji að Ed Balls, núverandi skólamálaráðherra, verði fjármálaráðherra í stað Alistair Darling. Búast megi við því að tilkynnt verði um miklar breytingar á ríkisstjórninni í lok þessarar viku.

Kosið er til Evrópuþingsins í vikunni og skoðanakannanir benda til þess, að Verkamannaflokkurinn gjaldi afhroð. Einnig er fylgi flokksins nú minna en bæði Íhaldsflokksins og Frjálslyndra demókrata samkvæmt skoðanakönnun, sem Sunday Telegraph birti í gær.

Sunday Times segir, að þær breytingar, sem Brown vill gera, gætu reynst honum dýrkeyptar og leitt til þess að krafist verði leiðtogakjörs í flokknum. Segir blaðið, að staða Browns sé afar veik og sumir ráðherrar sniðgangi raunar skipanir frá Downingstræti. Haft er eftir innanbúðarmönnum, að ráðherrar séu jafnvel hættir að svara símtölum frá Brown.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert