Vildi fá 5 punda gjöf til góðgerðamála endurgreidda

Frank Cook.
Frank Cook.

Breska blaðið Telegraph heldur áfram að birta upplýsingar um þá kostnaðarreikninga, sem breskir þingmenn hafa innheimt hjá breska þinginu. Í dag segir blaðið m.a. að þingmaður hafi sent þinginu reikning fyrir 5 punda gjöf, sem hann lagði í söfnunarbauk á kirkjusamkomu.

Um er að ræða Frank Cook, þingmann Verkamannaflokksins. Að sögn blaðsins gaf hann 5 pund, í söfnunarbauk sem látinn var ganga í minningarathöfn í bænum  Stockton-on-Tees um orrustuna um Bretland. Greiðsluskrifstofa þingsins hafnaði því hins vegar, að endurgreiða þingmanninum pundin fimm.

Cook sagði við Sky sjónvarpsstöðina í gærkvöldi, að hann kannaðist ekki við þetta atvik en sagðist ekki ætla að draga upplýsingarnar í efa.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert