Á torgi hins himneska friðar

Námsmenn söfnuðust saman á Tiananmen torgi í gær og hrópuðu: Áfram Kína! Var það gert til að lýsa yfir ánægju með gott efnahagsástand í landinu og í tilefni þess að ár er liðið síðan mikill jarðskjálfti reið þar yfir. Tuttugu ár eru síðan námsmenn söfnuðust saman á torginu til að krefjast lýðræðis og enduðu þau mótmæli með skelfingu.

Ungir Kínverjar hafa hins vegar yfirleitt lítinn áhuga á stjórnmálum í dag og eru frekar ánægðir með gang mála í landinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka