Brak finnst á Atlantshafi

Aðstandendur þeirra sem voru um borð í flugvéla Air France …
Aðstandendur þeirra sem voru um borð í flugvéla Air France við Tom Jobim alþjóðaflugvöllinn flugvöllinn í Rio de Janeiro Reuters

Bras­il­íski flug­her­inn hef­ur fundið brak á floti í Atlants­haf­inu úti fyr­ir norðaust­ur­strönd Bras­il­íu. Er talið lík­legt að þar sé um að ræða brak úr flug­vél Air France flug­fé­lags­ins sem hvarf á flugi á milli Bras­il­íu og Frakk­lands í gær­morg­un.

Sam­kvæmt hupp­lýs­ing­um hers­ins fannst smátt brak um 650 km norðaust­ur af eyj­unni Fern­ando do Noronha. Ekki hef­ur verið staðfest að það sé úr flug­vél­inni.

Jor­ge Am­aral, talsmaður bras­il­íska flug­hers­ins seg­ir að svo virðist sem um flug­vél­ar­sæti sé að ræða. Þá hafi smá­ir málm­bút­ar og stein­ol­ía sem notuð er í flug­véla­eldsneyti fund­ist á svæðinu.

„Leit­in held­ur áfram því þetta eru mjög litl­ir hlut­ir," seg­ir Am­aral. Þá seg­ir hann að finna þurfi hlut með ein­kenn­is­núm­eri  flug­vél­ar­inn­ar til að staðfesta að brakið sér úr flug­vél­inni.

228 manns voru um borð í vél­inni, þeirra á meðal einn Íslend­ing­ur.

Ættingjar þeirra sem voru um borð í vél Air France …
Ætt­ingj­ar þeirra sem voru um borð í vél Air France flug­fé­lags­ins koma á Tom Jobim alþjóðaflug­völl­inn í Rio de Jan­eiro Reu­ters
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert