Brak finnst á Atlantshafi

Aðstandendur þeirra sem voru um borð í flugvéla Air France …
Aðstandendur þeirra sem voru um borð í flugvéla Air France við Tom Jobim alþjóðaflugvöllinn flugvöllinn í Rio de Janeiro Reuters

Brasilíski flugherinn hefur fundið brak á floti í Atlantshafinu úti fyrir norðausturströnd Brasilíu. Er talið líklegt að þar sé um að ræða brak úr flugvél Air France flugfélagsins sem hvarf á flugi á milli Brasilíu og Frakklands í gærmorgun.

Samkvæmt hupplýsingum hersins fannst smátt brak um 650 km norðaustur af eyjunni Fernando do Noronha. Ekki hefur verið staðfest að það sé úr flugvélinni.

Jorge Amaral, talsmaður brasilíska flughersins segir að svo virðist sem um flugvélarsæti sé að ræða. Þá hafi smáir málmbútar og steinolía sem notuð er í flugvélaeldsneyti fundist á svæðinu.

„Leitin heldur áfram því þetta eru mjög litlir hlutir," segir Amaral. Þá segir hann að finna þurfi hlut með einkennisnúmeri  flugvélarinnar til að staðfesta að brakið sér úr flugvélinni.

228 manns voru um borð í vélinni, þeirra á meðal einn Íslendingur.

Ættingjar þeirra sem voru um borð í vél Air France …
Ættingjar þeirra sem voru um borð í vél Air France flugfélagsins koma á Tom Jobim alþjóðaflugvöllinn í Rio de Janeiro Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert