Nálgumst hæsta viðbúnaðarstig

Fólk hefur tekið til þess ráðs að setja upp andlitsgrímur …
Fólk hefur tekið til þess ráðs að setja upp andlitsgrímur til að verjast flensunni. Reuters

Hátt sett­ur emb­ætt­ismaður hjá WHO, alþjóða heil­brigðismála­stofn­un­inni seg­ir okk­ur nálg­ast það að flokka megi H1N1 in­flú­ens­una sem al­heims­far­ald­ur. „Við telj­um okk­ur vera á viðbúnaðarstigi núm­er 5 en nálg­umst það sjötta," sagði Keiji Fukuda aðstoðarfram­kvæmda­stjóri WHO.

Fimmta viðbúnaðarstigið gef­ur til kynna að al­heims­far­ald­ur sé á næsta leyti. „Það er ljóst að vírus­inn held­ur áfram för sinni um heim­inn. Það er ljóst að nú koma upp til­felli sem tengj­ast ekki ferðalög­um fólks á milli landa," sagði Fukuda og tel­ur hann það benda til þess að vírus­inn sé að fest­ast í sessi í þess­um lönd­um.

Fukuda nefndi sér­stak­lega Bret­land, Spán, Jap­an, Chile og Ástr­al­íu. Í þeim lönd­um hef­ur greinst aukn­ing á in­flú­ensu­til­fell­um.

Tæp­lega 19 þúsund manns hafa sýkst af H1N1 vírusn­um og sam­kvæmt WHO hef­ur hann dregið 117 manns í 64 lönd­um til dauða.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert