Nálgumst hæsta viðbúnaðarstig

Fólk hefur tekið til þess ráðs að setja upp andlitsgrímur …
Fólk hefur tekið til þess ráðs að setja upp andlitsgrímur til að verjast flensunni. Reuters

Hátt settur embættismaður hjá WHO, alþjóða heilbrigðismálastofnuninni segir okkur nálgast það að flokka megi H1N1 inflúensuna sem alheimsfaraldur. „Við teljum okkur vera á viðbúnaðarstigi númer 5 en nálgumst það sjötta," sagði Keiji Fukuda aðstoðarframkvæmdastjóri WHO.

Fimmta viðbúnaðarstigið gefur til kynna að alheimsfaraldur sé á næsta leyti. „Það er ljóst að vírusinn heldur áfram för sinni um heiminn. Það er ljóst að nú koma upp tilfelli sem tengjast ekki ferðalögum fólks á milli landa," sagði Fukuda og telur hann það benda til þess að vírusinn sé að festast í sessi í þessum löndum.

Fukuda nefndi sérstaklega Bretland, Spán, Japan, Chile og Ástralíu. Í þeim löndum hefur greinst aukning á inflúensutilfellum.

Tæplega 19 þúsund manns hafa sýkst af H1N1 vírusnum og samkvæmt WHO hefur hann dregið 117 manns í 64 löndum til dauða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert