Obama vongóður um frið í Mið-Austurlöndum

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, er væntanlegur til Mið-Austurlanda.
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, er væntanlegur til Mið-Austurlanda. Reuters

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, segist trúa því að Bandaríkin geti lagt sitt af mörkum til að koma friðarviðræðum í Mið-Austurlöndum aftur á fullt skrið.

Þetta sagði forsetinn í samtali við breska ríkisútvarpið (BBC), en þetta er í fyrsta viðtalið sem Obama veitir breskri sjónvarpsstöð. Hann er væntanlegur til Mið-Austurlanda og Evrópu.

Þegar Obama var spurður um Íran þá sagðist hann vonast til þess að sjá árangur síðar á þessu ári. Það myndi nást með markvissum og ákveðnum  viðræðum.

Forsetinn segir að Bandaríkin ættu að reyna að vera fyrirmynd annarra þjóða í stað þess að reyna þröngva gildum sínum á þær.

Obama segist trúa því að Bandaríkin muni geta komið viðræðum af stað milli Ísraela og Palestínumanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert